IWA INNRÉTTINGAR

ELDHÚS INNRÉTTINGAR

INRÉTTAÐU MEÐ IWA

Við fylgjum nýjustu straumum í hönnun og sníðum allar pantanir eftir þínum þörfum og smekkvísi. Þjónusta okkar einskorðast þó ekki við innréttingar, heldur veitum við einnig ráðgjöf um heildrænt útlit þegar kemur að lýsingu, vegglitum og gólfefni. Með nýjustu tækni getum við teiknað upp þína pöntun og gefst þér því færi á að sjá útkomuna áður en ráðist er í verkið.

Hjá IWA vinnum við náið með viðurkenndum framleiðendum heimilistækja og sérpöntum þau tæki sem henta þér og þínu eldhúsi. Með þína sýn að leiðarljósi viljum við hjálpa þér að skapa eldhúsið sem þig dreymir um.

Við bjóðum upp á fjölbreytt efnis- og litaúrval á framhliðum innréttinga og má þar nefna spón, gler, við og MDF. Eldhúsborðplötur fást ýmist úr steini, við eða lamineraðar.

Þjónusta okkar felur einnig í sér hönnunarhugmyndir fyrir rafmagnsinnstungur og blöndunartæki.

IWA INNRÉTTINGAR

HAFÐU SAMBAND